Óttast að við verðum of háð túrismanum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 14:34 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Vísir/Anton Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43