Óttast að við verðum of háð túrismanum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 14:34 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Vísir/Anton Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43