Hópuppsögn hjá Arion banka Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2016 15:29 Útibú Arion banka í Kópavogi. Mynd/Arion banki Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna. Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna.
Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira