Hópuppsögn hjá Arion banka Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2016 15:29 Útibú Arion banka í Kópavogi. Mynd/Arion banki Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna. Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna.
Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira