Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2016 09:52 Stefán Karl á að baki glæstan feril, er elskaður og dáður leikari og hann lofar því að koma aftur til baka eftir hlé. Tæp vika er í erfiðan uppskurð. „Maður brestur í grát. Verður lítill. Og ósjálfbjarga. Vanmáttugur. Það rennur af manni öll reiði og maður fær lömunartilfinningu. Síðan byrjar maður að leita að öllum góðu fréttunum. Og notar þær til að byggja sig upp,“ segir Stefán Karl Stefánsson – einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Stefán Karl er að reyna að lýsa því fyrir blaðamanni Vísis hvernig tilfinningin er þegar menn fá fregnir á borð við þær sem Stefán Karl fékk nú nýverið. Hann greindist með æxli í brishöfði. Þetta kallar á aðgerð sem er á dagskrá eftir tæpa viku. Stefán Karl er nú að undirbúa sig sem best hann getur, andlega og líkamlega því þetta er erfið aðgerð. Ein sú flóknasta sem gerð er hér á landi og tekur uppundir átta klukkustundir.Beðið fyrir Stefáni Karli um heim allanTíðindin hafa gerbreytt allri afstöðu og hugsunarhætti Stefáns Karls. Öll forgangsröðun hefur breyst. „Það eru tveir heimar, sá sem við fæðumst inn í og hann er hér. Þegar við komum og förum. Þessi heimur sem lifnar með okkur og deyr. Ég er nú að styrkja minn eigin heim því hann er sá eini sem ég get raunverulega haft áhrif á. Vonandi svo að það skili einhverju til hins veraldlega heims,“ segir Stefán Karl. Hann grípur allt sem jákvætt er og má verða til að efla styrk hans. Eftir að það spurðist að Stefán Karl væri veikur hafa viðbrögðin verið mikil. Stefán Karl lýsir því fjálglega hvernig honum hafi borist til eyrna að fyrir honum sé beðið í bænahringjum bæði hérlendis sem erlendis. „Sjaman einn sendi mér skilaboð og ég veit ekki hvað og hvað. Maður tekur þessu öllu fagnandi. Fólk að senda manni jákvæða strauma með sínu nefi. Ég tek því og vinn úr því.“48 tíma sorgarferliStefán Karl leggur ríka áherslu á að halda í allt hið jákvæða. „Í staðinn fyrir að lifa í einhverri sorg sem ég kláraði á 48 tímum. Ég gekk í gegnum allan þennan dæmigerða pakka: Nú er ég dauður og börnin mín föðurlaus og allslaus. Og maður þarf bara að ganga í gegnum það. Svo byggir maður sig upp aftur frá grunni. Þessi vika núna, sem ég raunverulega fæ þar til ég fer í þennan holskurð, hef ég haft þrennt að leiðarljósi: Halda utan um andlega heilsu mína sem ég geri með því að halda utan um konuna mína og börnin, borða vel og hollt og svo sofa vel.“Stefán Karl og kona hans Steinunn Ólína. Stefán fór í gegnum 48 stunda sorgarferli en svo tók við tími uppbyggingar.visir/valliOg Stefán Karl telur sig hafa ríka ástæðu til að gleðjast. Fyrir utan allar þær kveðjur sem til hans hafa streymt í stríðum straumum eftir að ótíðindin spurðust, þá eru vinir hans og félagar í listaheiminum að skipuleggja sérstaka styrktartónleika honum til heiðurs. „Það er náttúrlega dásamlegt. Alveg er það eftir þeim, mínum kollegum og vinum. Enda dásamlegt fólk að upplagi. Listamenn, við erum engum lík þegar við komum saman.“Stendur berstrípaðurViðburðurinn verður á mánudagskvöld í Þjóðleikhúsinu, hvar Stefán Karl hefur oft farið á kostum, og er dagskráin sannarlega glæsileg. Stuðmenn, Laddi, Nýdönsk, Valgeir Guðjóns, Jón Ólafs, Selma Björns, Salka Sól, Úlfur Úlfur, Edda Björgvins, Regína Ósk, Hansa... enn er að bætast við því Stefán Karl er vinamargur, elskaður og dáður svo það sé nú bara sagt hreint út. Þetta er ný staða fyrir Stefán Karl, sem sjálfur hefur verið ólatur við að koma fram í góðgerðarskyni auk þess sem hann rak í fimmtán ár góðgerðarsamtök, sem voru Regnbogabörn. „Jú, Vissulega. Þegar maður fær svona erfiðar fréttir um veikindi sín, er ýmislegt sem fer af stað í hausnum á manni. Eitt af því er að manni rennur öll reiði og biturð. Allt í einu skiptir pólitík engu máli, Tortólareikningar, einhver hundrað kall til eða frá hér og þar, öll þessi 1. heims vandamál sem við glímum við alla daga. Allt í einu skiptir þetta engu máli. Allt í einu stendur maður berstrípaður,“ segir Stefán Karl.Stuðningur mikilvægur þáttur bataferlisOg þá er þetta spurning um í hvað fólk grípur. „Sumir grípa í trúna. Sumir í reiðina; af hverju ég? Og svo framvegis. En þegar maður finnur stuðning fólks er það ómetanlegt. Bara eitt læk á Facebook öðlast aðra og dýpri merkingu. Allt í einu skilur maður hversu mikill máttur Facebook, Twitter og þessara samfélagsmiðla er.Stefán Karl: „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu.“visir/andri marinóOg þó að þetta sé bara læk fram sett á einhverri tölvu, þá skiptir það máli. Þetta er svo stór hluti af heildarlækningunni, þessu bataferli sem fer í gang. Þessi samhugur. Ég er að meðtaka það að fólk vill hjálpa og aðstoða. Og það er svo fallegt við okkur mannfólkið. Það er það góða við okkar litla Ísland að þó við getum verið ósammála og rifist, þá erum við öll bræður og systur. Og maður á auðvitað aldrei að gera ráð fyrir því að stuðningurinn sé handan hornsins en það er næstum því á vísan sé að róa með það. Við erum svo náin.“Eldmóðurinn sá sami og fyrrVið erum enn að ræða um styrktartónleikana og svo kveðjurnar sem streyma. Blaðamaður hefur margoft rætt við Stefán Karl í gegnum tíðina, varðandi hitt og þetta sem hefur verið á dagskrá; Stefán Karl hefur ávallt verið fljúgandi mælskur og það hefur sannarlega ekki breyst. Eldmóðurinn er sá sami og fyrr, þrátt fyrir veikindin og þó undirliggjandi sé sjálf alvara lífsins. „Margt sem fer í gegnum hugann, fyrst og fremst þakklæti til minna kollega og vina. Engin ástæða til að koma ekki saman, hittast og gleðjast því við eigum framtíðina saman. Þó enginn viti sína ævina fyrr en öll er og allt það.“ Stefán Karl segir það merkilegt að upplifa þetta nú hinum megin borðsins, að raunverulega skilja hvað þetta þýðir. „Kyngimagnað. Í mig hringdi maður frá Bandaríkjunum sem rekur lyfjafyrirtæki: Ég get sagt þér það Stefán, að þegar við erum að setja lyf í prófun, gefum við út lyfleysur og svo lyf. Allar þessar rannsóknir leiða ýmislegt í ljós. Hið merkilega er að fólkið sem fær lyfleysuna sýnir stundum töluverðan bata. Og þá allt að 20 til 25 prósent bati, bara af því að það er sannfært um að það sé að fara að læknast af einhverjum krankleika og einhverju meini,“ segir Stefán og lýsir samtalinu. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu.“Æxli greinist í brishöfðiMjög skammur tími er í raun liðinn síðan Stefán Karl greindist. Vika eða svo. Þetta hefur allt gerst mjög hratt. „Ég fór um síðustu helgi til konu sem horfir sem betur fer enn í augu mín og segist elska mig. Hún er jú konan mín, við horfðumst í augu og hún sá að hvítan var orðin eilítið gul. Hún sem sagt tók eftir einhverju gulu þar. Við fyrstu læknisskoðun var haldið að þetta væru gallsteinar, undirbúningur fyrir brottnám gallblöðru var hafinn og það er ekkert óalgengt. Nema, við nánari skoðun kom í ljós að það var líka víkkun í brisgangi, en brisið framleiðir insúlín og önnur ensím til meltingar og það sýndi sig að þar var flöskuháls. Þar sem meltingarvegurinn fær sín efni. Það þótti líklegt að þetta væri ekki steinn og í ljós kom æxli í brishöfðinu,“ segir Stefán Karl og lýsir þessu án nokkurrar tilfinningasemi. „Nú er búið að rannsaka þetta fram og til baka og meinið reynist skurðtækt, sem betur fer. Og það verður mér til lífs, því þetta er bráðdrepandi krabbamein ef það reynist krabbamein á endanum. Það verður mér til lífs að ég fékk þessa gulu sem er reyndust viðvörunarljós. Minn skurðlæknir, Kristín Huld Haraldsdóttir, er lífsljós og heldur í gegnum höndina á mér með þetta. Hún er frábær. Allt þetta kerfi, þessi spítali okkar og starfsfólkið – það hefur verið einstakt að fá að upplifa þetta á eigin skinni.“Flókin og lífshættuleg aðgerðStefán segir að aðgerðin, sem er holskurður, nefnist á fræðimáli Whipple procedure: „Gallblaðran er fjarlægð, hluti magans, helmingur brissins, smá þarmar og gallvegurinn. Fjarlægt. Raunverulega búinn til nýr meltingarvegur. Nýr farvegur fyrir meltingarvökvann og magann. Offita er úr sögunni hjá hjá mér,“ segir Stefán Karl og getur ekki stillt sig um að slá á létta strengi. Við getum ekki stillt okkur og hlæjum saman að þessari sláandi yfirlýsingu, samhengið, tilefnið er svo sérstakt auk þess sem Stefán Karl hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af aukakílóum.Stefán Karl rak í fimmtán ár góðgerðarsamtökin Regnbogabörn. Nú er komið að því að vinir hans og kollegar styrki hann. Góðgerðartónleikar verða í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld.visir/stefán„Þetta er ein af flóknari og lengri aðgerðum sem gerðar eru á spítalanum tekur 6 til 8 klukkustundir. Margir sem koma að henni. Við eigum sem betur fer eitt færasta skurðteymi sem um getur og það sér um þessa aðgerð. Ég ber hundrað prósent traust til þessa fólks sem skiptir gríðarlegu máli. Og ekki síður skiptir máli að þau heyri það frá mér. Þetta fólk er með líf manns í lúkunum.“Hvert prump mun reynast stórsigurEftir aðgerð blasir við löng spítalalega þar sem bataferli miðast við að ná upp eðlilegri meltingarstarfsemi. „Ég þarf að læra að borða uppá nýtt og hvert prump mun reynst stórsigur. Þegar meltingin fer að komast af stað aftur.“ Stefán Karl mun sleppa við stómapoka en fylgikvillar verða þó ýmsir. „Og þetta er alls ekki hættulaus aðgerð. Langt í frá. Svo tekur við, ef það reynist svo vera að þetta sé illkynja alla leið, 6 mánaða lyfjameðferð. En, þetta er bataferli er uppá næstu 6 til 12 mánuði. Vinnutap sem því nemur. Þetta er áfall þannig líka. En, maður hugsar til þess síðar. En ég er andlega alveg reiðubúinn að takast á við þetta og það koma sterkur inn eftir hlé.“Aldrei óttast óttannEn, þegar menn eru í þessari stöðu, hvernig á ég að orða þetta ... ertu ekki hræddur? „Jú. En, ég hef aldrei óttast óttann. Ég hef bara notað hann. Hann er þarna. Ég veit af honum og hann veit af mér. Ég er viss um að hann er alveg jafn hræddur og ég. Við förum bara saman í gegnum þetta. Verður bara að horfa beint í augun á honum og allt það. En maður má ekki dvelja við það. Það er svo margt jákvætt við þetta. Margar jákvæðar fréttir. Ég er svo lánsamur að meinið virðist lítið og skurðtækt og þó það hafi greinst í því krabbameinsfrumur á byrjunarstigi má vera að þetta sé góðkynja. Ég á að eiga jafn miklar lífslíkur eftir að þessu öllu er lokið sem og hver annar Hafnfirðingur á mínu reki.“Uppfært 12:45Aðstandendur styrktartónleikanna í Þjóðleikhúsinu vilja koma því á framfæri, til þeirra sem ekki komast á viðburðinn að stofnaður hefur verið sérstakur styrktarreikningur til handa Stefáni Karli. Sem er: 0301-26-1909, kt. 710269-2709. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Maður brestur í grát. Verður lítill. Og ósjálfbjarga. Vanmáttugur. Það rennur af manni öll reiði og maður fær lömunartilfinningu. Síðan byrjar maður að leita að öllum góðu fréttunum. Og notar þær til að byggja sig upp,“ segir Stefán Karl Stefánsson – einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Stefán Karl er að reyna að lýsa því fyrir blaðamanni Vísis hvernig tilfinningin er þegar menn fá fregnir á borð við þær sem Stefán Karl fékk nú nýverið. Hann greindist með æxli í brishöfði. Þetta kallar á aðgerð sem er á dagskrá eftir tæpa viku. Stefán Karl er nú að undirbúa sig sem best hann getur, andlega og líkamlega því þetta er erfið aðgerð. Ein sú flóknasta sem gerð er hér á landi og tekur uppundir átta klukkustundir.Beðið fyrir Stefáni Karli um heim allanTíðindin hafa gerbreytt allri afstöðu og hugsunarhætti Stefáns Karls. Öll forgangsröðun hefur breyst. „Það eru tveir heimar, sá sem við fæðumst inn í og hann er hér. Þegar við komum og förum. Þessi heimur sem lifnar með okkur og deyr. Ég er nú að styrkja minn eigin heim því hann er sá eini sem ég get raunverulega haft áhrif á. Vonandi svo að það skili einhverju til hins veraldlega heims,“ segir Stefán Karl. Hann grípur allt sem jákvætt er og má verða til að efla styrk hans. Eftir að það spurðist að Stefán Karl væri veikur hafa viðbrögðin verið mikil. Stefán Karl lýsir því fjálglega hvernig honum hafi borist til eyrna að fyrir honum sé beðið í bænahringjum bæði hérlendis sem erlendis. „Sjaman einn sendi mér skilaboð og ég veit ekki hvað og hvað. Maður tekur þessu öllu fagnandi. Fólk að senda manni jákvæða strauma með sínu nefi. Ég tek því og vinn úr því.“48 tíma sorgarferliStefán Karl leggur ríka áherslu á að halda í allt hið jákvæða. „Í staðinn fyrir að lifa í einhverri sorg sem ég kláraði á 48 tímum. Ég gekk í gegnum allan þennan dæmigerða pakka: Nú er ég dauður og börnin mín föðurlaus og allslaus. Og maður þarf bara að ganga í gegnum það. Svo byggir maður sig upp aftur frá grunni. Þessi vika núna, sem ég raunverulega fæ þar til ég fer í þennan holskurð, hef ég haft þrennt að leiðarljósi: Halda utan um andlega heilsu mína sem ég geri með því að halda utan um konuna mína og börnin, borða vel og hollt og svo sofa vel.“Stefán Karl og kona hans Steinunn Ólína. Stefán fór í gegnum 48 stunda sorgarferli en svo tók við tími uppbyggingar.visir/valliOg Stefán Karl telur sig hafa ríka ástæðu til að gleðjast. Fyrir utan allar þær kveðjur sem til hans hafa streymt í stríðum straumum eftir að ótíðindin spurðust, þá eru vinir hans og félagar í listaheiminum að skipuleggja sérstaka styrktartónleika honum til heiðurs. „Það er náttúrlega dásamlegt. Alveg er það eftir þeim, mínum kollegum og vinum. Enda dásamlegt fólk að upplagi. Listamenn, við erum engum lík þegar við komum saman.“Stendur berstrípaðurViðburðurinn verður á mánudagskvöld í Þjóðleikhúsinu, hvar Stefán Karl hefur oft farið á kostum, og er dagskráin sannarlega glæsileg. Stuðmenn, Laddi, Nýdönsk, Valgeir Guðjóns, Jón Ólafs, Selma Björns, Salka Sól, Úlfur Úlfur, Edda Björgvins, Regína Ósk, Hansa... enn er að bætast við því Stefán Karl er vinamargur, elskaður og dáður svo það sé nú bara sagt hreint út. Þetta er ný staða fyrir Stefán Karl, sem sjálfur hefur verið ólatur við að koma fram í góðgerðarskyni auk þess sem hann rak í fimmtán ár góðgerðarsamtök, sem voru Regnbogabörn. „Jú, Vissulega. Þegar maður fær svona erfiðar fréttir um veikindi sín, er ýmislegt sem fer af stað í hausnum á manni. Eitt af því er að manni rennur öll reiði og biturð. Allt í einu skiptir pólitík engu máli, Tortólareikningar, einhver hundrað kall til eða frá hér og þar, öll þessi 1. heims vandamál sem við glímum við alla daga. Allt í einu skiptir þetta engu máli. Allt í einu stendur maður berstrípaður,“ segir Stefán Karl.Stuðningur mikilvægur þáttur bataferlisOg þá er þetta spurning um í hvað fólk grípur. „Sumir grípa í trúna. Sumir í reiðina; af hverju ég? Og svo framvegis. En þegar maður finnur stuðning fólks er það ómetanlegt. Bara eitt læk á Facebook öðlast aðra og dýpri merkingu. Allt í einu skilur maður hversu mikill máttur Facebook, Twitter og þessara samfélagsmiðla er.Stefán Karl: „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu.“visir/andri marinóOg þó að þetta sé bara læk fram sett á einhverri tölvu, þá skiptir það máli. Þetta er svo stór hluti af heildarlækningunni, þessu bataferli sem fer í gang. Þessi samhugur. Ég er að meðtaka það að fólk vill hjálpa og aðstoða. Og það er svo fallegt við okkur mannfólkið. Það er það góða við okkar litla Ísland að þó við getum verið ósammála og rifist, þá erum við öll bræður og systur. Og maður á auðvitað aldrei að gera ráð fyrir því að stuðningurinn sé handan hornsins en það er næstum því á vísan sé að róa með það. Við erum svo náin.“Eldmóðurinn sá sami og fyrrVið erum enn að ræða um styrktartónleikana og svo kveðjurnar sem streyma. Blaðamaður hefur margoft rætt við Stefán Karl í gegnum tíðina, varðandi hitt og þetta sem hefur verið á dagskrá; Stefán Karl hefur ávallt verið fljúgandi mælskur og það hefur sannarlega ekki breyst. Eldmóðurinn er sá sami og fyrr, þrátt fyrir veikindin og þó undirliggjandi sé sjálf alvara lífsins. „Margt sem fer í gegnum hugann, fyrst og fremst þakklæti til minna kollega og vina. Engin ástæða til að koma ekki saman, hittast og gleðjast því við eigum framtíðina saman. Þó enginn viti sína ævina fyrr en öll er og allt það.“ Stefán Karl segir það merkilegt að upplifa þetta nú hinum megin borðsins, að raunverulega skilja hvað þetta þýðir. „Kyngimagnað. Í mig hringdi maður frá Bandaríkjunum sem rekur lyfjafyrirtæki: Ég get sagt þér það Stefán, að þegar við erum að setja lyf í prófun, gefum við út lyfleysur og svo lyf. Allar þessar rannsóknir leiða ýmislegt í ljós. Hið merkilega er að fólkið sem fær lyfleysuna sýnir stundum töluverðan bata. Og þá allt að 20 til 25 prósent bati, bara af því að það er sannfært um að það sé að fara að læknast af einhverjum krankleika og einhverju meini,“ segir Stefán og lýsir samtalinu. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu.“Æxli greinist í brishöfðiMjög skammur tími er í raun liðinn síðan Stefán Karl greindist. Vika eða svo. Þetta hefur allt gerst mjög hratt. „Ég fór um síðustu helgi til konu sem horfir sem betur fer enn í augu mín og segist elska mig. Hún er jú konan mín, við horfðumst í augu og hún sá að hvítan var orðin eilítið gul. Hún sem sagt tók eftir einhverju gulu þar. Við fyrstu læknisskoðun var haldið að þetta væru gallsteinar, undirbúningur fyrir brottnám gallblöðru var hafinn og það er ekkert óalgengt. Nema, við nánari skoðun kom í ljós að það var líka víkkun í brisgangi, en brisið framleiðir insúlín og önnur ensím til meltingar og það sýndi sig að þar var flöskuháls. Þar sem meltingarvegurinn fær sín efni. Það þótti líklegt að þetta væri ekki steinn og í ljós kom æxli í brishöfðinu,“ segir Stefán Karl og lýsir þessu án nokkurrar tilfinningasemi. „Nú er búið að rannsaka þetta fram og til baka og meinið reynist skurðtækt, sem betur fer. Og það verður mér til lífs, því þetta er bráðdrepandi krabbamein ef það reynist krabbamein á endanum. Það verður mér til lífs að ég fékk þessa gulu sem er reyndust viðvörunarljós. Minn skurðlæknir, Kristín Huld Haraldsdóttir, er lífsljós og heldur í gegnum höndina á mér með þetta. Hún er frábær. Allt þetta kerfi, þessi spítali okkar og starfsfólkið – það hefur verið einstakt að fá að upplifa þetta á eigin skinni.“Flókin og lífshættuleg aðgerðStefán segir að aðgerðin, sem er holskurður, nefnist á fræðimáli Whipple procedure: „Gallblaðran er fjarlægð, hluti magans, helmingur brissins, smá þarmar og gallvegurinn. Fjarlægt. Raunverulega búinn til nýr meltingarvegur. Nýr farvegur fyrir meltingarvökvann og magann. Offita er úr sögunni hjá hjá mér,“ segir Stefán Karl og getur ekki stillt sig um að slá á létta strengi. Við getum ekki stillt okkur og hlæjum saman að þessari sláandi yfirlýsingu, samhengið, tilefnið er svo sérstakt auk þess sem Stefán Karl hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af aukakílóum.Stefán Karl rak í fimmtán ár góðgerðarsamtökin Regnbogabörn. Nú er komið að því að vinir hans og kollegar styrki hann. Góðgerðartónleikar verða í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld.visir/stefán„Þetta er ein af flóknari og lengri aðgerðum sem gerðar eru á spítalanum tekur 6 til 8 klukkustundir. Margir sem koma að henni. Við eigum sem betur fer eitt færasta skurðteymi sem um getur og það sér um þessa aðgerð. Ég ber hundrað prósent traust til þessa fólks sem skiptir gríðarlegu máli. Og ekki síður skiptir máli að þau heyri það frá mér. Þetta fólk er með líf manns í lúkunum.“Hvert prump mun reynast stórsigurEftir aðgerð blasir við löng spítalalega þar sem bataferli miðast við að ná upp eðlilegri meltingarstarfsemi. „Ég þarf að læra að borða uppá nýtt og hvert prump mun reynst stórsigur. Þegar meltingin fer að komast af stað aftur.“ Stefán Karl mun sleppa við stómapoka en fylgikvillar verða þó ýmsir. „Og þetta er alls ekki hættulaus aðgerð. Langt í frá. Svo tekur við, ef það reynist svo vera að þetta sé illkynja alla leið, 6 mánaða lyfjameðferð. En, þetta er bataferli er uppá næstu 6 til 12 mánuði. Vinnutap sem því nemur. Þetta er áfall þannig líka. En, maður hugsar til þess síðar. En ég er andlega alveg reiðubúinn að takast á við þetta og það koma sterkur inn eftir hlé.“Aldrei óttast óttannEn, þegar menn eru í þessari stöðu, hvernig á ég að orða þetta ... ertu ekki hræddur? „Jú. En, ég hef aldrei óttast óttann. Ég hef bara notað hann. Hann er þarna. Ég veit af honum og hann veit af mér. Ég er viss um að hann er alveg jafn hræddur og ég. Við förum bara saman í gegnum þetta. Verður bara að horfa beint í augun á honum og allt það. En maður má ekki dvelja við það. Það er svo margt jákvætt við þetta. Margar jákvæðar fréttir. Ég er svo lánsamur að meinið virðist lítið og skurðtækt og þó það hafi greinst í því krabbameinsfrumur á byrjunarstigi má vera að þetta sé góðkynja. Ég á að eiga jafn miklar lífslíkur eftir að þessu öllu er lokið sem og hver annar Hafnfirðingur á mínu reki.“Uppfært 12:45Aðstandendur styrktartónleikanna í Þjóðleikhúsinu vilja koma því á framfæri, til þeirra sem ekki komast á viðburðinn að stofnaður hefur verið sérstakur styrktarreikningur til handa Stefáni Karli. Sem er: 0301-26-1909, kt. 710269-2709.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira