Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Birgir Örn Steinarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. september 2016 19:31 Bjarni var upptekinn í símanum sínum rétt áður en fyrstu tölur voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira