Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 22:33 Ljóst er að Elín Hirst hverfur af Alþingi í bili hið minnsta. Vísir/Daníel Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31