Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 10:31 Vilhjálmur Bjarnason er hér lengst til vinstri en myndin er tekin í Valhöll í gær áður en fyrstu tölur úr prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp. Vísir/Friðrik Þór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31