Stirt milli formanns og forsætisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2016 06:30 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03