Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 17:02 Sigmundur Davíð hefði átt að tilkynna og láta skrá og láta rannsaka tilraun sem hann segir að hafi verið gerð til að brjótast inn í tölvu hans. visir/vilhelm „Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43