Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 17:02 Sigmundur Davíð hefði átt að tilkynna og láta skrá og láta rannsaka tilraun sem hann segir að hafi verið gerð til að brjótast inn í tölvu hans. visir/vilhelm „Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43