Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 18:43 Sigmundur Davíð segist hafa fengið fár af því að auðvelt sé að hlera síma og brjótast inn í tölvur. Trúnaðarupplýsingar hafi því aldrei verið ræddar sím- eða bréfleiðis. vísir/friðrik þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks, segist hafa vitað af möguleikanum á tölvuinnbroti og því hafi hann ekki tilkynnt lögreglu um meint innbrot í eigin tölvu, sem hann segir hafa átt sér stað í forsætisráðherratíð sinni. Hann fullyrðir að tæknimenn úr rekstrarfélagi stjórnarráðsins hafi staðfest að brotist hafi verið inn í tölvuna – sem stangast þó á við það sem rekstrarfélagið hefur sagt. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um hvort hann hefði kært meint tölvuinnbrot til lögreglu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Kjarninn greindi frá því í dag að engin staðfest ummerki hefðu verið um að brotist hefði verið inn í tölvu Sigmundar Davíðs, samkvæmt svari sem fjölmiðillinn fékk frá rekstrarfélagi stjórnarráðsins. Hins vegar hafi Sigmundur óskað eftir því að tölvan hans yrðið skoðuð. Sigmundur segir tæknimenn hafa yfirfarið tölvuna og farið fram á að harða disknum yrði skipt út. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Sigmundur hefði átt að tilkynna um tilraun til hakks í tölvu hans að sögn stjórnsýslufræðings. 12. september 2016 17:02 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks, segist hafa vitað af möguleikanum á tölvuinnbroti og því hafi hann ekki tilkynnt lögreglu um meint innbrot í eigin tölvu, sem hann segir hafa átt sér stað í forsætisráðherratíð sinni. Hann fullyrðir að tæknimenn úr rekstrarfélagi stjórnarráðsins hafi staðfest að brotist hafi verið inn í tölvuna – sem stangast þó á við það sem rekstrarfélagið hefur sagt. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um hvort hann hefði kært meint tölvuinnbrot til lögreglu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Kjarninn greindi frá því í dag að engin staðfest ummerki hefðu verið um að brotist hefði verið inn í tölvu Sigmundar Davíðs, samkvæmt svari sem fjölmiðillinn fékk frá rekstrarfélagi stjórnarráðsins. Hins vegar hafi Sigmundur óskað eftir því að tölvan hans yrðið skoðuð. Sigmundur segir tæknimenn hafa yfirfarið tölvuna og farið fram á að harða disknum yrði skipt út. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Sigmundur hefði átt að tilkynna um tilraun til hakks í tölvu hans að sögn stjórnsýslufræðings. 12. september 2016 17:02 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Sigmundur hefði átt að tilkynna um tilraun til hakks í tölvu hans að sögn stjórnsýslufræðings. 12. september 2016 17:02
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43