Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 10:14 Djúpstæður ágreiningur er innan Framsóknarflokksins, með og á móti Sigmundi Davíð. „Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn þá hefði hann séð hvað Sigmundur hafði öruggan og mikinn stuðning þar,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Mikil ólga er nú meðal Framsóknarmanna eftir að Guðni Ágústsson upplýsti í viðtali við Vísi að hann teldi ekki heppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi flokkinn í næstu kosningum. Þessi orð hans hafa fallið í grýttan jarðveg víða meðal Framsóknarmanna.Sjálfskipaðir boðberar sannleikansGuðfinna lætur Guðna heyra það á Facebooksíðu sinni: „Mikið rosalega fer í taugarnar á mèr þegar einhverjir sjálfskipaðir boðberar sannleikans telja sig yfir okkur flokksmenn hafða og vilja einir ákveða og segja okkur hinum hver á að vera formaður flokksins. Vinsamlegast virðið skoðanir flokksmanna og leyfið okkur flokksmönnum að ákveða formanninn.“Guðfinna liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og ljóst er að henni hugnast lítt afskipti Guðna, og kallar hann sjálfskipaðan fulltrúa sannleikans.Blaðamaður Vísis spurði Guðfinnu hvort þetta væri ekki banabitinn, þegar sjálfur Guðni segir komið gott, en Guðfinna benti þá á hinn mikla stuðning við Sigmund sem sýndi sig á miðstjórnarfundinum. Og helst er á einörðum stuðningsmönnum Framsóknarflokksins að skilja að Guðni sé að skemmta skrattanum með því að gefa í skyn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé heppilegri leiðtogi. Kristinn Snævarr Jónsson tjáir sig á Fb-síðu Guðfinnu og segir: „Já, flokksþingið er til þess. Þar eiga framboðsræður frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra heima en ekki í fjölmiðlum frammi fyrir hlakkandi flokksandstæðingum.“Borgarfulltrúar einarðir í stuðningi við SigmundOrð Guðna staðfesta vitaskuld það að djúpstæður ágreiningur er um Sigmund Davíð innan Framsóknarflokksins. Hvernig raðast í hólf í þeirri fjárréttinni liggur hins vegar ekki fyrir. Svo virðist sem Sigmundur Davíð hafi náð að heilla flokksmenn á miðstjórnarfundinum með ræðu sinni.Hvar stendur Vigdís? Er hún enn jafn einörð í stuðningi við Sigmund eftir að fósturfaðir hennar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson, hefur stigið fram og sagt að komið sé gott?„Frábær fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi á Akureyri. Formaðurinn með tímamótaræðu! Óska þess að öll þjóðin fái að heyra hana,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík. Þar tókst flokknum að snúa taflinu sér í hag og vann góðan sigur í borginni, sigur sem rakinn er til umdeildra orða um moskubyggingu. Eindregin krafa var á hendur Sigmundi Davíð um að hann tjáði sig um málflutning þann, en hann þagði þunnu hljóði þar til sigurinn var í höfn. Ljóst er að þær Sveinbjörg og Guðfinna kunna vel að meta hans framgöngu í þeim efnum.Enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka framtíðarsýnÞað sem svo er enn til að grugga vatnið og flækja mál er að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur ávallt verið einörð í stuðningi sínum við Sigmund Davíð. Hún hafði hástemmd orð um ræðu hans á miðstjórnarfundinum, rétt eins og Sveinbjörg: „Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundinum var mögnuð - enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka heildar- og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.“ Vigdís hefur ávallt verið talin skjólstæðingur Guðna í stjórnmálum, enda mágkona hans. Það er svo enn til að flækja málin að Sigmundur sjálfur sagði, í viðtali við Bylgjuna, Reykjavík síðdegis, að Sigurður Ingi hafi lofað að notfæra sér ekki þessa stöðu og fara gegn sér í formannsslag. Sigurður Ingi hefur ætíð sagt það, en það hlýtur að vera til marks um að honum hafi snúist hugur þegar hann sagði óvænt á þessum umrædda miðstjórnarfundi að hann myndi ekki bjóða sig fram til varaformanns við óbreytta stöðu. Fyrrum aðstoðarmaður Guðna, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, segir hins vegar að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn og ef Sigurður Ingi fari ekki fram ætli Sveinbjörn sjálfur að gera svo. Athyglisvert er að Guðni lýsir ekki yfir stuðningi við Sveinbjörn, sem bendir til þess að þau öfl innan Framsóknarflokksins sem vilja Sigmund Davíð burt, beina sjónum sínum að Sigurði Inga – að hann taki slaginn. Þrjár vikur eru til Flokksþings og þar munu þessi mál ráðast. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn þá hefði hann séð hvað Sigmundur hafði öruggan og mikinn stuðning þar,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Mikil ólga er nú meðal Framsóknarmanna eftir að Guðni Ágústsson upplýsti í viðtali við Vísi að hann teldi ekki heppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi flokkinn í næstu kosningum. Þessi orð hans hafa fallið í grýttan jarðveg víða meðal Framsóknarmanna.Sjálfskipaðir boðberar sannleikansGuðfinna lætur Guðna heyra það á Facebooksíðu sinni: „Mikið rosalega fer í taugarnar á mèr þegar einhverjir sjálfskipaðir boðberar sannleikans telja sig yfir okkur flokksmenn hafða og vilja einir ákveða og segja okkur hinum hver á að vera formaður flokksins. Vinsamlegast virðið skoðanir flokksmanna og leyfið okkur flokksmönnum að ákveða formanninn.“Guðfinna liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og ljóst er að henni hugnast lítt afskipti Guðna, og kallar hann sjálfskipaðan fulltrúa sannleikans.Blaðamaður Vísis spurði Guðfinnu hvort þetta væri ekki banabitinn, þegar sjálfur Guðni segir komið gott, en Guðfinna benti þá á hinn mikla stuðning við Sigmund sem sýndi sig á miðstjórnarfundinum. Og helst er á einörðum stuðningsmönnum Framsóknarflokksins að skilja að Guðni sé að skemmta skrattanum með því að gefa í skyn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé heppilegri leiðtogi. Kristinn Snævarr Jónsson tjáir sig á Fb-síðu Guðfinnu og segir: „Já, flokksþingið er til þess. Þar eiga framboðsræður frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra heima en ekki í fjölmiðlum frammi fyrir hlakkandi flokksandstæðingum.“Borgarfulltrúar einarðir í stuðningi við SigmundOrð Guðna staðfesta vitaskuld það að djúpstæður ágreiningur er um Sigmund Davíð innan Framsóknarflokksins. Hvernig raðast í hólf í þeirri fjárréttinni liggur hins vegar ekki fyrir. Svo virðist sem Sigmundur Davíð hafi náð að heilla flokksmenn á miðstjórnarfundinum með ræðu sinni.Hvar stendur Vigdís? Er hún enn jafn einörð í stuðningi við Sigmund eftir að fósturfaðir hennar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson, hefur stigið fram og sagt að komið sé gott?„Frábær fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi á Akureyri. Formaðurinn með tímamótaræðu! Óska þess að öll þjóðin fái að heyra hana,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík. Þar tókst flokknum að snúa taflinu sér í hag og vann góðan sigur í borginni, sigur sem rakinn er til umdeildra orða um moskubyggingu. Eindregin krafa var á hendur Sigmundi Davíð um að hann tjáði sig um málflutning þann, en hann þagði þunnu hljóði þar til sigurinn var í höfn. Ljóst er að þær Sveinbjörg og Guðfinna kunna vel að meta hans framgöngu í þeim efnum.Enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka framtíðarsýnÞað sem svo er enn til að grugga vatnið og flækja mál er að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur ávallt verið einörð í stuðningi sínum við Sigmund Davíð. Hún hafði hástemmd orð um ræðu hans á miðstjórnarfundinum, rétt eins og Sveinbjörg: „Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundinum var mögnuð - enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka heildar- og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.“ Vigdís hefur ávallt verið talin skjólstæðingur Guðna í stjórnmálum, enda mágkona hans. Það er svo enn til að flækja málin að Sigmundur sjálfur sagði, í viðtali við Bylgjuna, Reykjavík síðdegis, að Sigurður Ingi hafi lofað að notfæra sér ekki þessa stöðu og fara gegn sér í formannsslag. Sigurður Ingi hefur ætíð sagt það, en það hlýtur að vera til marks um að honum hafi snúist hugur þegar hann sagði óvænt á þessum umrædda miðstjórnarfundi að hann myndi ekki bjóða sig fram til varaformanns við óbreytta stöðu. Fyrrum aðstoðarmaður Guðna, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, segir hins vegar að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn og ef Sigurður Ingi fari ekki fram ætli Sveinbjörn sjálfur að gera svo. Athyglisvert er að Guðni lýsir ekki yfir stuðningi við Sveinbjörn, sem bendir til þess að þau öfl innan Framsóknarflokksins sem vilja Sigmund Davíð burt, beina sjónum sínum að Sigurði Inga – að hann taki slaginn. Þrjár vikur eru til Flokksþings og þar munu þessi mál ráðast.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55