Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. september 2016 06:45 Girðingin rammgerða sem reist var á síðasta ári meðfram landamærum Serbíu til að halda flóttafólki úti. vísir/epa Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42