Styður sinn mann þrátt fyrir gullleysið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. september 2016 06:30 Stefanía og Jón Margeir á góðri stundu. mynd/úr einkasafni Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30
Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30