Fótbolti

Platini: Samviska mín er hrein

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michel Platini segist ekkert hafa gert rangt.
Michel Platini segist ekkert hafa gert rangt. vísir/getty
Michel Platini, fyrrverandi forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, hélt ræðu á þingi sambandsins þrátt fyrir að vera í fjögurra ára banni frá fótbolta.

Platini segist ekkert hafa á samviskunni þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann vegna tveggja milljóna króna greiðslu til hans frá Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA, sem einnig er í löngu banni frá fótbolta.

Frakkinn var upphaflega dæmdur í sex ára bann en áfrýjaði til Alþjóðaíþróttadómstólsins sem stytti bannið í fjögur ár.

„Ég vil að þið vitið að samviska mín er hrein,“ sagði Platini sem hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu þó búið sé að sanna að fékk þessa greiðslu frá Blatter.

„Ég er viss um að ég gerði ekkert rangt og mun halda áfram að berjast gegn banninu í réttarsalnum. Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því þetta er síðasta ræða mín hér á UEFA-þinginu. Þið haldið þessari frábæru ferð áfram án mín,“ sagði Michel Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×