Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 13:38 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent