Lilja íhugar alvarlega varaformannsframboð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 18:45 Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55