Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2016 19:45 Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?