Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2016 19:45 Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27