Stampy og co María Bjarnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun