Íslenski boltinn

Einn af lykilmönnum Stjörnunnar úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórdís Hrönn hefur lokið leik í sumar.
Þórdís Hrönn hefur lokið leik í sumar. vísir/ernir
Stjarnan verður væntanlega án tveggja lykilleikmanna á lokasprettinum í Pepsi-deild kvenna.

Eins og greint var frá fyrr í dag er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir ólétt og óvíst er með þátttöku hennar í þeim fjórum leikjum sem Stjarnan á eftir í Pepsi-deildinni.

Það er hins vegar útséð með að kantmaðurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir verði með í þessum fjórum leikjum því hún er með slitið krossband. Þórdís staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Þórdís sleit krossbandið á lokamínútunum í 2-1 sigri Stjörnunnar á ÍBV 24. ágúst síðastliðinn.

Þórdís skilur eftir sig stórt skarð í Stjörnuliðinu en hún hefur spilað vel á tímabilinu. Þórdís skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 13 deildarleikjum í sumar.

Stjarnan er með tveggja stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi-deildarinnar en liðin mætast í þarnæstu umferð. Valur er ekki langt undan í 3. sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×