Íslenski boltinn

Lokaspretturinn í deildinni og EM næsta sumar í óvissu hjá Hörpu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harpa í leik með Stjörnunni í sumar.
Harpa í leik með Stjörnunni í sumar. vísir/ernir
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, spilar væntanlega ekki mikið meira með Stjörnunni í sumar þar sem hún er ólétt.

Hún staðfestir það í viðtali við fótbolta.net í dag.

Þetta er áfall fyrir Stjörnuna en Harpa er búin að skora 18 mörk í sumar eða fimm mörkum meira en Margrét Lára Viðarsdóttir sem er næstmarkahæst.

Stjarnan er með fjögurra stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna en tap liðsins gegn Val í gær setti mikla spennu í toppbaráttuna. Hún verður afar áhugaverð ef Harpa spilar ekki meira.

Hún segir við fótbolta.net að hún sé ekki búin að ákveða hvort hún spili fleiri leiki í sumar.

Harpa á von á sér í byrjun mars og það setur því EM næsta sumar í uppnám hjá henni. Það væri líka áfall fyrir landsliðið að missa hana enda raðað inn mörkum fyrir landsliðið rétt eins og Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×