Myndlist sem minnir á frið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2016 09:15 María endaði á að fara með allar myndirnar út í Viðey og setja síðustu dropana af friðarvatninu í punktinn. Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016. Lífið Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016.
Lífið Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira