Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:30 Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn. Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn.
Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36