Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 21:00 Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira