Innlent

Á réttum stað á réttum tíma

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook.

Mennirnir fimm voru á gæsaskytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina þegar sverðið fannst fyrir einskæra tilviljun. Það er talið vera þúsund ára gamalt en morgun fékk Minjastofnum gripinn til frekari rannsókna. Fornminjafundir á borð við þennan eru afar sjaldgæfir svo segja má að gæsaskytturnar hafi verið á réttum stað, á réttum tíma. 

Fréttastofa leit við á Minjastofnun í morgun þegar fimmmenningarnir afhentu sverðið eins og sjá má i spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×