Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2016 07:00 Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt öllum sem reka spilakassa. Málið verður tekið fyrir í þessum mánuði. vísir/anton brink Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00
Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10