Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 17:30 Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43