Með því að fjarlægja innstunguna segir Apple að símarnir hafi verið gerðir vatnsþolnir og að þeir þoli ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar en myndavélin í 7 Plus símunum verður með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, en áður hefur það verið 16 GB.
Sjá einnig: Hvað mun Apple kynna síðar í dag?
Símarnir munu koma á markað þann 16. september. Hér að neðan má sjá þá liti sem verða í boði.
#iPhone7 doubled capacity. Jet Black only in 128GB and 256GB. #iPhone Upgrade Program starting at $32/month. pic.twitter.com/pMnckdSwUH
— AppleInsider (@appleinsider) September 7, 2016
Úrið er vatnshelt og mikil áhersla hefur verið lögð á notkunargildi úrsins fyrir líkamsrækt.
Útliti úrsins hefur ekki verið breytt en það verður í boði í þremur útgáfum. Einni úr áli, einni úr stáli og einni úr keramiki. Þar að auki verður sérstök Nike útgáfa í boði.