Finnst engum þetta galið nema mér? Davíð Þorláksson skrifar 8. september 2016 21:02 Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2016 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun