Lítil trú á Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 08:00 Grótta hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár. vísir/andri marinó Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira