Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri á Pólverjum í nótt. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira