Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 15:02 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira