Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 15:02 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira