Skólar á forsendum nemenda Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Óvíða er algengara að ungt fólk hafi ekki lokið framhaldsskólanámi en á Íslandi þar sem athuganir liðinna ára sýna allt að 25-30% framhaldsskólanema ljúka ekki námi. Þessi hópur er útsettari fyrir því en aðrir að verða lélegri til heilsu síðar á lífsleiðinni samanborið við þá sem hafa menntun á framhaldsskóla- og háskólastigi. Lífslíkur eru sömuleiðis verri. Einstaklingur með menntun frá háskóla hefur þannig 9,3 lífár umfram það sem hann hefði haft hefði hann bara hlotið menntun á grunnskólastigi. Þá hafa þeir sem meiri menntun hafa almennt hærri tekjur en aðrir auk þess sem þeir eru líklegri til að þurfa ekki á félagslegri aðstoð að halda. Það er því til mikils að vinna fyrir þessa nemendur og samfélagið allt ef við náum að draga úr brotthvarfi úr námi. Áætlað hefur verið að kostnaður þjóðfélagsins við brotthvarf nemi um 14 milljónum á hvern þann sem hættir námi í framhaldsskóla eða um tíu milljörðum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna og var kynnt fyrir tveimur árum sem hluti af sóknaráætlun sveitarfélaganna í skólamálum til næstu ára.Ólíkar ástæður Í ljósi þess að við búum við mikið og viðvarandi brotthvarf úr námi er mikilvægt að greina stöðuna vel. Ýmsar ástæður hafa verið taldar til sem stuðla að brotthvarfi. Námskráin hefur talsvert um stöðuna að segja og þá nálgun sem hún ýtir undir eða stuðlar að í námi. Þetta hefur breyst en þarf að breytast meira. Námið, nálgunin og kennsluaðferðir hreinlega höfða ekki til margra nemenda sem gefast upp. Sem fyrrverandi framhaldsskólakennari leyfi ég mér að fullyrða að nám og kennsla standi á ákveðnum tímamótum. Sem er spennandi. Samfélagið er að breytast, hraðinn að aukast og kröfurnar eru aðrar. Fjölmargir kennarar og grunn- og framhaldsskólarar hafa tekið mið af þessu í sínu starfi og má segja að talsverð gerjun eigi sér nú stað. Meðal ástæðna sem einnig stuðla að háu brotthvarfi á Íslandi er lítið og illa ígrundað námsval nemenda sem og innprentuð áhersla samfélagsins á mikilvægi bóknáms umfram verknám. Rannsóknir hafa sýnt að hópur nemenda virðist velja námsbraut í framhaldsskóla gagnstætt áhugasviði sínu. Þrátt fyrir að allt að helmingur nemenda á unglingastigi grunnskóla hafi meiri á áhuga á verknámi velja fjölmargir nemendur frekar að fara í bóknám. Fræðikonurnar Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Ægisdóttir hafa bent á að skuldbinding margra nemenda til náms er ekki til staðar. Þannig virðast margir nemendur ekki sjá tilgang með námi sínu. Því óvissari sem grunnskólanemendur eru um val á námi og námsbraut því minni er skuldbindingin og meiri líkur eru á þeir flosni upp úr námi í framhaldsskóla. Skortur á upplýsingum um nám og störf skiptir þar miklu og þar er hægt að gera betur. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að vinna með námi er algengari á Íslandi en í flestöllum öðrum ríkjum OECD.Aðgerðaáætlun í fimm liðum Afar brýnt er að marka stefnu til framtíðar og ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Horfa þarf til lesblindra nemenda og ungmenna af erlendum uppruna. Vinnubrögð og val á viðfangsefnum í námi skipta þannig gríðarlega miklu máli. Mæta þarf nemendum betur. Líkur eru á að hluti hópsins festist í óvirkni þrátt fyrir að fjölmörg virkniúrræði standi til boða á vegum ríkis, sveitarfélaga og samstarfsaðila og að þau þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda hjá sveitarfélögunum. Í verstu tilfellum leiðir óvirknin til örorku sem er skelfilegt hlutskipti fyrir þá nemendur sem með markvissari hætti hefði verið hægt að veita meiri stuðning. Móta þarf áætlun þar sem nemendamiðað skólastarf er aukið, vægi verknáms er eflt, boðið verði upp á sálfræðiþjónustu í frekari mæli, það rýnt hvort fjölga þurfi námsráðgjöfum auk þess sem byrja þarf að skima fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr, en nú er það gert í fyrstu vikum nemenda í framhaldsskóla. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg og hefur verið bent á að í sumum löndum er hún hluti af skyldunámskeiðum í grunnskólum, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Skoða þarf hvort fara eigi þá leið í grunnskólum hér á landi auk þess að byrja að skima þar. Þá hafa áðurnefnd Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir komist að því í sínum rannsóknum að stuðningur við börn þegar þau eru 14 ára og uppeldisaðferðir foreldra skipti máli og geti haft áhrif á brotthvarf úr námi síðar. Þannig að ábyrgð foreldra er sömuleiðis mikil og þar munar mestu um hlýju og stuðning á æskuárum.Fjárfestum í framtíðinni Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þar sem aðstöðumunur barna úr ólíku umhverfi og fjölskyldum jafnast út. Við eigum að ráðast í stórátak í menntamálum með áherslu á jákvæðar aðgerðir sem draga úr brotthvarfi nemenda og fjárfesta þannig í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Óvíða er algengara að ungt fólk hafi ekki lokið framhaldsskólanámi en á Íslandi þar sem athuganir liðinna ára sýna allt að 25-30% framhaldsskólanema ljúka ekki námi. Þessi hópur er útsettari fyrir því en aðrir að verða lélegri til heilsu síðar á lífsleiðinni samanborið við þá sem hafa menntun á framhaldsskóla- og háskólastigi. Lífslíkur eru sömuleiðis verri. Einstaklingur með menntun frá háskóla hefur þannig 9,3 lífár umfram það sem hann hefði haft hefði hann bara hlotið menntun á grunnskólastigi. Þá hafa þeir sem meiri menntun hafa almennt hærri tekjur en aðrir auk þess sem þeir eru líklegri til að þurfa ekki á félagslegri aðstoð að halda. Það er því til mikils að vinna fyrir þessa nemendur og samfélagið allt ef við náum að draga úr brotthvarfi úr námi. Áætlað hefur verið að kostnaður þjóðfélagsins við brotthvarf nemi um 14 milljónum á hvern þann sem hættir námi í framhaldsskóla eða um tíu milljörðum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna og var kynnt fyrir tveimur árum sem hluti af sóknaráætlun sveitarfélaganna í skólamálum til næstu ára.Ólíkar ástæður Í ljósi þess að við búum við mikið og viðvarandi brotthvarf úr námi er mikilvægt að greina stöðuna vel. Ýmsar ástæður hafa verið taldar til sem stuðla að brotthvarfi. Námskráin hefur talsvert um stöðuna að segja og þá nálgun sem hún ýtir undir eða stuðlar að í námi. Þetta hefur breyst en þarf að breytast meira. Námið, nálgunin og kennsluaðferðir hreinlega höfða ekki til margra nemenda sem gefast upp. Sem fyrrverandi framhaldsskólakennari leyfi ég mér að fullyrða að nám og kennsla standi á ákveðnum tímamótum. Sem er spennandi. Samfélagið er að breytast, hraðinn að aukast og kröfurnar eru aðrar. Fjölmargir kennarar og grunn- og framhaldsskólarar hafa tekið mið af þessu í sínu starfi og má segja að talsverð gerjun eigi sér nú stað. Meðal ástæðna sem einnig stuðla að háu brotthvarfi á Íslandi er lítið og illa ígrundað námsval nemenda sem og innprentuð áhersla samfélagsins á mikilvægi bóknáms umfram verknám. Rannsóknir hafa sýnt að hópur nemenda virðist velja námsbraut í framhaldsskóla gagnstætt áhugasviði sínu. Þrátt fyrir að allt að helmingur nemenda á unglingastigi grunnskóla hafi meiri á áhuga á verknámi velja fjölmargir nemendur frekar að fara í bóknám. Fræðikonurnar Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Ægisdóttir hafa bent á að skuldbinding margra nemenda til náms er ekki til staðar. Þannig virðast margir nemendur ekki sjá tilgang með námi sínu. Því óvissari sem grunnskólanemendur eru um val á námi og námsbraut því minni er skuldbindingin og meiri líkur eru á þeir flosni upp úr námi í framhaldsskóla. Skortur á upplýsingum um nám og störf skiptir þar miklu og þar er hægt að gera betur. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að vinna með námi er algengari á Íslandi en í flestöllum öðrum ríkjum OECD.Aðgerðaáætlun í fimm liðum Afar brýnt er að marka stefnu til framtíðar og ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Horfa þarf til lesblindra nemenda og ungmenna af erlendum uppruna. Vinnubrögð og val á viðfangsefnum í námi skipta þannig gríðarlega miklu máli. Mæta þarf nemendum betur. Líkur eru á að hluti hópsins festist í óvirkni þrátt fyrir að fjölmörg virkniúrræði standi til boða á vegum ríkis, sveitarfélaga og samstarfsaðila og að þau þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda hjá sveitarfélögunum. Í verstu tilfellum leiðir óvirknin til örorku sem er skelfilegt hlutskipti fyrir þá nemendur sem með markvissari hætti hefði verið hægt að veita meiri stuðning. Móta þarf áætlun þar sem nemendamiðað skólastarf er aukið, vægi verknáms er eflt, boðið verði upp á sálfræðiþjónustu í frekari mæli, það rýnt hvort fjölga þurfi námsráðgjöfum auk þess sem byrja þarf að skima fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr, en nú er það gert í fyrstu vikum nemenda í framhaldsskóla. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg og hefur verið bent á að í sumum löndum er hún hluti af skyldunámskeiðum í grunnskólum, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Skoða þarf hvort fara eigi þá leið í grunnskólum hér á landi auk þess að byrja að skima þar. Þá hafa áðurnefnd Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir komist að því í sínum rannsóknum að stuðningur við börn þegar þau eru 14 ára og uppeldisaðferðir foreldra skipti máli og geti haft áhrif á brotthvarf úr námi síðar. Þannig að ábyrgð foreldra er sömuleiðis mikil og þar munar mestu um hlýju og stuðning á æskuárum.Fjárfestum í framtíðinni Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þar sem aðstöðumunur barna úr ólíku umhverfi og fjölskyldum jafnast út. Við eigum að ráðast í stórátak í menntamálum með áherslu á jákvæðar aðgerðir sem draga úr brotthvarfi nemenda og fjárfesta þannig í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun