Flokksþing veltur á Kragamönnum Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Á síðasta flokksþingi var Sigmundur endurkjörinn formaður. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, er hann var endurkjörinn. Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira