Guðlaugur Þór sækist eftir öðru sæti Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 13:07 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mynd/Håkon Broder Lund Alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Guðlaugur gegni varaformennsku í fjárlaganefnd og er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá árinu 2003. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðlaugi. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES. Þá er Guðlaugur varaformaður AECR, samtaka íhalds- og umbótaflokka í Evrópu. Guðlaugur Þór leggur áherslu á að á komandi kjörtímabili verði þeim árangri sem náðst hefur í ríkisfjármálunum á undanförnum árum fylgt fast eftir og að agi, ráðdeild og langtímahugsun verði höfð að leiðarljósi. Þá telur hann brýnt að innleiða lausnir fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði ásamt því að hlúa betur að eldri borgurum og öryrkjum. Guðlaugur Þór hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2003 og er hann því einn reynslumesti þingmaður flokksins. Guðlaugur Þór hefur gegnt ófáum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Hann var borgarfulltrúi frá 1998-2006 og gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009, fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór er búsettur í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru þau Þórður Ársæll Johnson og Sonja Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir og Rafn Franklín Johnson Hrafnsson. Kosningar 2016 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Guðlaugur gegni varaformennsku í fjárlaganefnd og er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá árinu 2003. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðlaugi. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES. Þá er Guðlaugur varaformaður AECR, samtaka íhalds- og umbótaflokka í Evrópu. Guðlaugur Þór leggur áherslu á að á komandi kjörtímabili verði þeim árangri sem náðst hefur í ríkisfjármálunum á undanförnum árum fylgt fast eftir og að agi, ráðdeild og langtímahugsun verði höfð að leiðarljósi. Þá telur hann brýnt að innleiða lausnir fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði ásamt því að hlúa betur að eldri borgurum og öryrkjum. Guðlaugur Þór hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2003 og er hann því einn reynslumesti þingmaður flokksins. Guðlaugur Þór hefur gegnt ófáum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Hann var borgarfulltrúi frá 1998-2006 og gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009, fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór er búsettur í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru þau Þórður Ársæll Johnson og Sonja Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir og Rafn Franklín Johnson Hrafnsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira