Snjallsímaforritið WhatsApp innleiðir auglýsingar Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 19:21 WhatsApp er frítt snjallsímaforrit sem hægt er að nota til þess að senda ókeypis SMS skilaboð. Getty Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp. Tækni Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp.
Tækni Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent