Snjallsímaforritið WhatsApp innleiðir auglýsingar Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 19:21 WhatsApp er frítt snjallsímaforrit sem hægt er að nota til þess að senda ókeypis SMS skilaboð. Getty Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp. Tækni Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp.
Tækni Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira