Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20