Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2016 09:00 Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni. NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni.
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira