Í gær birti New York Post ítarlega umfjöllun þar sem birtar voru myndir og skilaboð sem Weiner og önnur kona sendu sín á milli og þættu ekki vænlegar til þess að byggja upp stöðugt hjónaband. Á einni myndinni sem Weinder sendi er hann ber að ofan og sést í sofandi son hans og Abedin sem þau eignuðust árið 2011.
Weiner var mikið í fréttunum árið 2011 þegar hann neyddist til þess að segja af sér þingmennsku eftir að hafa, að eigin sögn, óvart sent djarfa myndir á aðrar konur en eiginkonu sína.
Þá reyndi hann að snúa aftur í stjórnálin árið 2013 en aftur vildi svo til að djarfar myndir sem hann sendi til annarra kvenna fóru í umferð. Í bæði skiptin stóð Abedin með honum en nú hefur hún fengið nóg og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.
Abedin er einn af lykilstarfsmönnum kosningabaráttu Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og þykir líklegt að hlutverk hennar í Hvíta húsinu verði mikilvægt takist Clinton að sigra í kosningunum í haust.
Fyrr á árinu kom út heimildarmynd um Weiner og þótti hún bera þess merki að hann stefndi á endurkomu í stjórnmálin. Ljóst þykir að sú endurkoma, hafi hún verið á döfinni, sé endanlega úr sögunni nú.