Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2016 21:15 Gamalt flugvélarflak á Sólheimasandi er óvænt orðið einn af vinsælli ferðamannastöðum Suðurlands, þrátt fyrir að landeigendur hafi lokað fyrir bílaumferð þangað og það kosti tveggja tíma gönguferð að skoða það. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Benedikt Bragason, bónda á Ytri Sólheimum. Við töldum yfir fimmtíu bíla en þessi óvænta bílamergð, sem lagt er við hringveginn á Sólheimasandi, hefur vakið athygli í sumar. Þarna eru frægar náttúruperlur allt í kring; Skógafoss, Eyjafjallajökull, Sólheimajökull, Dyrhólaey og Reynisfjara. Það er samt það sem er niðri á Sólheimasandi sem ferðamennirnir virðast tilbúnir að leggja mest á sig til að sjá. Bændurnir voru búnir að fá nóg af stjórnlausum utanvegaakstri um sandinn og lokuðu því veginum í vor. Ferðamennirnir fara þá bara gangandi. „Þetta eru þrír og hálfur kílómetri að labba þangað niðureftir,” segir Benedikt bóndi. Hann segir fólk ganga í öllum veðrum og rok og rigning dragi ekki úr áhuganum. Meira að segja um miðja nótt megi sjá fólk fara þangað. „Það bara ætlar að fara að flugvélinni. Þetta er viðkomustaður sem þarf að haka í,” segir Benedikt. Það sem er svona spennandi er flak Varnarliðsflugvélar sem nauðlenti í fjörunni árið 1974 þegar hún var í birgðaflutningum milli Keflavíkur og Hornafjarðar. Allir um borð sluppu heilir. „Svo lentu þeir bara í mikilli ísingu og svona hálfnauðlentu henni hérna í fjörunni. Hún skemmdist svolítið og svo kom sandrok, skildist mér. Hún hefur verið hér síðan.” Benedikt segist grimmur á því að hann sé eigandi flaksins að landslögum. „Fólkið í Sólheimakoti á allan reka sem kemur á fjörur á miðvikudögum og flugvélin lenti hérna á miðvikudegi. Þannig að ég til mig vera eiganda.” Flakinu var ekki hampað í ferðamannabæklingum, fólk frétti af því í gegnum samfélagsmiðla. En svo komu Justin Bieber og indversk Bollywoodstjarna með tónlistarmyndbönd við flakið og eftir það varð sprenging. Benedikt segist hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira. Ætli það séu ekki 50-60 bílar á hverjum tíma við þjóðveginn. Þannig að það eru mörghundruð manns sem koma hingað á degi hverjum." Mannmergðin kemur líka túristunum á óvart. „Því miður er aðeins meiri fjöldi hérna en við bjuggumst við. En það er mjög fallegt hér,” segir Susanna Gost, ferðamaður frá Barcelona á Spáni, sem var að skoða flakið. Spurð hvort það væri þessi virði að ganga alla þessa leið, alls um sjö kílómetra, fram og til baka, svarar Susanna: „Já, auðvitað. Það er alltaf þess virði að ganga smáspöl til að sjá eitthvað. Þetta er öðruvísi. Landslagið er fallegt og svo er þessi flugvél hérna.” Umhverfið heillar einnig; svartur sandurinn, fjaran og jöklasýnin. Benedikt viðurkennir að slysahætta sé við þjóðveginn en segir unnið að því að opna veginn að flakinu aftur. Búa eigi til bílastæði við flakið og afmarka veginn að því með stikum. Jafnframt sárvantar salerni. „Já, maður þarf að gá að því hvar maður stígur.” Flakið er hins vegar að grotna niður og því vaknar sú spurning hvort að þá þurfi nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svarar Benedikt og hlær. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Keyrðu niður að flugvélaflakinu í leyfisleysi og þurftu að borga 100 þúsund krónur Landeigendur á Sólheimasandi rukka ferðamenn um 100 þúsund krónur vilji þeir aka niður á sandinn en þar er flugvélaflak sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. 29. ágúst 2016 11:47 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar. 5. desember 2012 19:57 Bakvið tjöldin í Íslandsmyndbandi Justin Bieber - Myndband „Fyrir þá sem hafa verið að velta því fyrir sér þá tók ég upp myndbandið hans Justin Bieber,“ segir Rory Kramer, góðvinur Bieber, sem var með honum hér á landi á dögunum. Hann birtir einskonar bakvið tjöldin myndband á Instagram-síðu sinni. 6. nóvember 2015 10:23 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira
Gamalt flugvélarflak á Sólheimasandi er óvænt orðið einn af vinsælli ferðamannastöðum Suðurlands, þrátt fyrir að landeigendur hafi lokað fyrir bílaumferð þangað og það kosti tveggja tíma gönguferð að skoða það. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Benedikt Bragason, bónda á Ytri Sólheimum. Við töldum yfir fimmtíu bíla en þessi óvænta bílamergð, sem lagt er við hringveginn á Sólheimasandi, hefur vakið athygli í sumar. Þarna eru frægar náttúruperlur allt í kring; Skógafoss, Eyjafjallajökull, Sólheimajökull, Dyrhólaey og Reynisfjara. Það er samt það sem er niðri á Sólheimasandi sem ferðamennirnir virðast tilbúnir að leggja mest á sig til að sjá. Bændurnir voru búnir að fá nóg af stjórnlausum utanvegaakstri um sandinn og lokuðu því veginum í vor. Ferðamennirnir fara þá bara gangandi. „Þetta eru þrír og hálfur kílómetri að labba þangað niðureftir,” segir Benedikt bóndi. Hann segir fólk ganga í öllum veðrum og rok og rigning dragi ekki úr áhuganum. Meira að segja um miðja nótt megi sjá fólk fara þangað. „Það bara ætlar að fara að flugvélinni. Þetta er viðkomustaður sem þarf að haka í,” segir Benedikt. Það sem er svona spennandi er flak Varnarliðsflugvélar sem nauðlenti í fjörunni árið 1974 þegar hún var í birgðaflutningum milli Keflavíkur og Hornafjarðar. Allir um borð sluppu heilir. „Svo lentu þeir bara í mikilli ísingu og svona hálfnauðlentu henni hérna í fjörunni. Hún skemmdist svolítið og svo kom sandrok, skildist mér. Hún hefur verið hér síðan.” Benedikt segist grimmur á því að hann sé eigandi flaksins að landslögum. „Fólkið í Sólheimakoti á allan reka sem kemur á fjörur á miðvikudögum og flugvélin lenti hérna á miðvikudegi. Þannig að ég til mig vera eiganda.” Flakinu var ekki hampað í ferðamannabæklingum, fólk frétti af því í gegnum samfélagsmiðla. En svo komu Justin Bieber og indversk Bollywoodstjarna með tónlistarmyndbönd við flakið og eftir það varð sprenging. Benedikt segist hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira. Ætli það séu ekki 50-60 bílar á hverjum tíma við þjóðveginn. Þannig að það eru mörghundruð manns sem koma hingað á degi hverjum." Mannmergðin kemur líka túristunum á óvart. „Því miður er aðeins meiri fjöldi hérna en við bjuggumst við. En það er mjög fallegt hér,” segir Susanna Gost, ferðamaður frá Barcelona á Spáni, sem var að skoða flakið. Spurð hvort það væri þessi virði að ganga alla þessa leið, alls um sjö kílómetra, fram og til baka, svarar Susanna: „Já, auðvitað. Það er alltaf þess virði að ganga smáspöl til að sjá eitthvað. Þetta er öðruvísi. Landslagið er fallegt og svo er þessi flugvél hérna.” Umhverfið heillar einnig; svartur sandurinn, fjaran og jöklasýnin. Benedikt viðurkennir að slysahætta sé við þjóðveginn en segir unnið að því að opna veginn að flakinu aftur. Búa eigi til bílastæði við flakið og afmarka veginn að því með stikum. Jafnframt sárvantar salerni. „Já, maður þarf að gá að því hvar maður stígur.” Flakið er hins vegar að grotna niður og því vaknar sú spurning hvort að þá þurfi nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svarar Benedikt og hlær.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Keyrðu niður að flugvélaflakinu í leyfisleysi og þurftu að borga 100 þúsund krónur Landeigendur á Sólheimasandi rukka ferðamenn um 100 þúsund krónur vilji þeir aka niður á sandinn en þar er flugvélaflak sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. 29. ágúst 2016 11:47 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar. 5. desember 2012 19:57 Bakvið tjöldin í Íslandsmyndbandi Justin Bieber - Myndband „Fyrir þá sem hafa verið að velta því fyrir sér þá tók ég upp myndbandið hans Justin Bieber,“ segir Rory Kramer, góðvinur Bieber, sem var með honum hér á landi á dögunum. Hann birtir einskonar bakvið tjöldin myndband á Instagram-síðu sinni. 6. nóvember 2015 10:23 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira
Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30
Keyrðu niður að flugvélaflakinu í leyfisleysi og þurftu að borga 100 þúsund krónur Landeigendur á Sólheimasandi rukka ferðamenn um 100 þúsund krónur vilji þeir aka niður á sandinn en þar er flugvélaflak sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. 29. ágúst 2016 11:47
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar. 5. desember 2012 19:57
Bakvið tjöldin í Íslandsmyndbandi Justin Bieber - Myndband „Fyrir þá sem hafa verið að velta því fyrir sér þá tók ég upp myndbandið hans Justin Bieber,“ segir Rory Kramer, góðvinur Bieber, sem var með honum hér á landi á dögunum. Hann birtir einskonar bakvið tjöldin myndband á Instagram-síðu sinni. 6. nóvember 2015 10:23
Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58