Fleiri konur kjósa að fæða börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2016 07:00 Konur sækja í að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/pjetur Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira