Fleiri konur kjósa að fæða börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2016 07:00 Konur sækja í að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/pjetur Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira