Uppboð á kvóta – spennandi tækifæri skjóðan skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun. Skjóðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun.
Skjóðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira