Nesty: Hrafnhildur er yndisleg persóna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Anthony Nesty. vísir/anton brink Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur náð sögulegum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó og það er ekki að sjá annað en kynni hennar af frægum Ólympíumeistara hafi haft góð áhrif á hana síðasta árið sem hefur verið einstaklega sögulegt fyrir sundkonuna frábæru úr Hafnarfirðinum. Fáir gleyma því sem á horfðu þegar Anthony Nesty vann einu gullverðlaunin í sögu Súrínams á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir 28 árum. Nesty vann þar Bandaríkjamanninn Matt Biondi með einu sekúndubroti í 100 metra flugsundi en fyrir sundið bjuggust allir við að Biondi tæki gullið. Anthony Nesty varð algjör þjóðhetja heima í Súrínam og andlit hans var meðal annars sett á peninga í heimalandinu. Sigur hans vó líka þungt í réttindabaráttu þeldökkra í heimalandinu en hann var aðeins annar þeldökki íþróttamaðurinn sem náði að vinna gull í einstaklingssundi á Ólympíuleikum. Súrínam hefur ekki unnið aftur gull á Ólympíuleikum. Síðan eru liðin mörg ár og Nesty er nú orðinn virtur þjálfari hjá skólaliðinu Florida Gators. Þar kynntist hann íslensku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur tekið enn fleiri framfaraskref eftir að þau fóru að vinna saman.Mjög stoltur af henni „Það er mikill heiður fyrir hana að ná svona langt og verða fyrsta íslenska konan sem kemst í úrslit á Ólympíuleikum. Ég er mjög stoltur af henni en auðvitað vildi ég að hún færi hraðar,“ segir hann en undirritaður hitti hann skömmu eftir sund Hrafnhildar í undanrásum í 200 metra bringusundi í gær. Hrafnhildur hefur ekki verið nálægt Íslandsmetum sínum á leikunum en hefur komist áfram sem er fyrir öllu. „Aðalatriðið hjá okkur er að sjá sundfólkið okkar bæta sig og Hilda hefur gert það allan sinn sundferil. Það segir góða sögu af henni og þjálfurum hennar heima á Íslandi eins og Klaus-Jürgen Ohk,“ segir hann en Ohk, sem var þjálfari Hrafnhildar í SH, er líka í Ríó og þeir hjálpast að við að leiðbeina Hrafnhildi á leikunum. „Hún er ein af bestu íþróttamönnum í heiminum því þegar þú kemst í úrslit á Ólympíuleikum þá ertu einn af þeim bestu. Þegar þú vinnur verðlaun á Evrópumótinu þá ertu einn af þeim bestu í heimi. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vera hérna og þjálfa hana,“ segir Anthony Nesty. Hann hrósar hafnfirsku sunddrottningunni. „Hún er frábær karakter. Hilda er yndisleg persóna sem hugsar vel um alla í kringum sig. Við elskum það að hafa hana í okkar liði því hún er frábær leiðtogi sem lætur verkin tala.“ Sigurinn hjá Anthony Nesty í Seoul 1988 gerði hann heimsfrægan og Hrafnhildur segist hafa horft oftar en einu sinni á það þegar hann vann gullið. Nesty vill þó ekki mikið ræða það við þá sundmenn sem hann þjálfar. Ræði ekki um gullið mittNesty vann gull á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.vísir/getty„Ég hef ekki talað um Ólympíugullið mitt því ég vil ekki þröngva því upp á fólk. Með því kæmi meiri pressa en mitt sundfólk þarf á að halda. Það fylgir því nógu mikil pressa að synda á þessu sviði. Þau eru forvitin en hafa ekki þorað að spyrja mig ennþá,“ segir Anthony Nesty. En hvað með framtíðina hjá Hrafnhildi? „Hún er orðin 25 ára gömul og hefur verið að bæta sig á hverju ári. Hún ræður þessu sjálf. Hún er með góðan bakgrunn, gott þjálfarateymi í kringum sig bæði með Klaus og okkur hjá Florida Gators. Ef hún vill halda áfram að synda þá tökum við vel á móti henni,“ segir Anthony. Hrafnhildur hefur tekið hvert sögulega skrefið á fætur öðru síðasta árið og það er ljóst að hún hefur fundið sig vel hjá Anthony Nesty. „Ég kem með reynslu en hún græðir líka á því að vera í liðsumhverfinu hjá Florida og að keppa með okkar skóla. Það hefur hjálpað henni. Það er samt mjög sérstakt og mjög erfitt að vera alltaf að taka næsta skref og bæta sig meira,“ segir Anthony að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur: Verst er að ég þarf að borða svo oft Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjötta sæti í 100 metra bringusundi í úrslitasundi sem fór fram það seint um kvöld að það var komið fram yfir háttatíma hjá mörgum. Hún keppir strax aftur í dag, í þetta sinn í 200 m bringusundi og 10. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur náð sögulegum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó og það er ekki að sjá annað en kynni hennar af frægum Ólympíumeistara hafi haft góð áhrif á hana síðasta árið sem hefur verið einstaklega sögulegt fyrir sundkonuna frábæru úr Hafnarfirðinum. Fáir gleyma því sem á horfðu þegar Anthony Nesty vann einu gullverðlaunin í sögu Súrínams á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir 28 árum. Nesty vann þar Bandaríkjamanninn Matt Biondi með einu sekúndubroti í 100 metra flugsundi en fyrir sundið bjuggust allir við að Biondi tæki gullið. Anthony Nesty varð algjör þjóðhetja heima í Súrínam og andlit hans var meðal annars sett á peninga í heimalandinu. Sigur hans vó líka þungt í réttindabaráttu þeldökkra í heimalandinu en hann var aðeins annar þeldökki íþróttamaðurinn sem náði að vinna gull í einstaklingssundi á Ólympíuleikum. Súrínam hefur ekki unnið aftur gull á Ólympíuleikum. Síðan eru liðin mörg ár og Nesty er nú orðinn virtur þjálfari hjá skólaliðinu Florida Gators. Þar kynntist hann íslensku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur tekið enn fleiri framfaraskref eftir að þau fóru að vinna saman.Mjög stoltur af henni „Það er mikill heiður fyrir hana að ná svona langt og verða fyrsta íslenska konan sem kemst í úrslit á Ólympíuleikum. Ég er mjög stoltur af henni en auðvitað vildi ég að hún færi hraðar,“ segir hann en undirritaður hitti hann skömmu eftir sund Hrafnhildar í undanrásum í 200 metra bringusundi í gær. Hrafnhildur hefur ekki verið nálægt Íslandsmetum sínum á leikunum en hefur komist áfram sem er fyrir öllu. „Aðalatriðið hjá okkur er að sjá sundfólkið okkar bæta sig og Hilda hefur gert það allan sinn sundferil. Það segir góða sögu af henni og þjálfurum hennar heima á Íslandi eins og Klaus-Jürgen Ohk,“ segir hann en Ohk, sem var þjálfari Hrafnhildar í SH, er líka í Ríó og þeir hjálpast að við að leiðbeina Hrafnhildi á leikunum. „Hún er ein af bestu íþróttamönnum í heiminum því þegar þú kemst í úrslit á Ólympíuleikum þá ertu einn af þeim bestu. Þegar þú vinnur verðlaun á Evrópumótinu þá ertu einn af þeim bestu í heimi. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vera hérna og þjálfa hana,“ segir Anthony Nesty. Hann hrósar hafnfirsku sunddrottningunni. „Hún er frábær karakter. Hilda er yndisleg persóna sem hugsar vel um alla í kringum sig. Við elskum það að hafa hana í okkar liði því hún er frábær leiðtogi sem lætur verkin tala.“ Sigurinn hjá Anthony Nesty í Seoul 1988 gerði hann heimsfrægan og Hrafnhildur segist hafa horft oftar en einu sinni á það þegar hann vann gullið. Nesty vill þó ekki mikið ræða það við þá sundmenn sem hann þjálfar. Ræði ekki um gullið mittNesty vann gull á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.vísir/getty„Ég hef ekki talað um Ólympíugullið mitt því ég vil ekki þröngva því upp á fólk. Með því kæmi meiri pressa en mitt sundfólk þarf á að halda. Það fylgir því nógu mikil pressa að synda á þessu sviði. Þau eru forvitin en hafa ekki þorað að spyrja mig ennþá,“ segir Anthony Nesty. En hvað með framtíðina hjá Hrafnhildi? „Hún er orðin 25 ára gömul og hefur verið að bæta sig á hverju ári. Hún ræður þessu sjálf. Hún er með góðan bakgrunn, gott þjálfarateymi í kringum sig bæði með Klaus og okkur hjá Florida Gators. Ef hún vill halda áfram að synda þá tökum við vel á móti henni,“ segir Anthony. Hrafnhildur hefur tekið hvert sögulega skrefið á fætur öðru síðasta árið og það er ljóst að hún hefur fundið sig vel hjá Anthony Nesty. „Ég kem með reynslu en hún græðir líka á því að vera í liðsumhverfinu hjá Florida og að keppa með okkar skóla. Það hefur hjálpað henni. Það er samt mjög sérstakt og mjög erfitt að vera alltaf að taka næsta skref og bæta sig meira,“ segir Anthony að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur: Verst er að ég þarf að borða svo oft Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjötta sæti í 100 metra bringusundi í úrslitasundi sem fór fram það seint um kvöld að það var komið fram yfir háttatíma hjá mörgum. Hún keppir strax aftur í dag, í þetta sinn í 200 m bringusundi og 10. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hrafnhildur: Verst er að ég þarf að borða svo oft Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjötta sæti í 100 metra bringusundi í úrslitasundi sem fór fram það seint um kvöld að það var komið fram yfir háttatíma hjá mörgum. Hún keppir strax aftur í dag, í þetta sinn í 200 m bringusundi og 10. ágúst 2016 07:00
Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05
Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21