Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2016 14:29 Biles með gullmedalíuna sína. vísir/getty Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira