Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk Gústafsdóttir sér að Íslandsmetið er fallið. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45
Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35
Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30