Haukur Logi vill leiða lista Framsóknarflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 13:52 Haukur Logi Karlsson Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs. Kosningar 2016 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs.
Kosningar 2016 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira