Hringrök um kvótauppboð Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun