Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 01:30 Eygló eftir sundið í Ríó í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira