Nýjar bjöllutegundir fundust í árvissum leiðangri vísindamanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Tvær tegundir jötunuxa eru meðal nýrra smádýra í Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira