Innlent

Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu frumvarpið á blaðamannafundi í Hörpu í dag.
Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu frumvarpið á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/GVA
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynntu í dag nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign. Tilgangurinn með frumvarpinu er að auka og hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda fyrstu kaup.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði meðal annars að frumvarpið væri rökrétt framhald skuldaleiðréttingarinnar. Frumvarpinu er ætlað að koma til móts við ungu kynslóðina og bæta samhliða húsnæðislánakerfið á Íslandi.

Í frumvarpinu eru lagðar fram þrjár leiðir sem rétthafar geta valið á milli við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi. Þær eru heimild til úttektar á uppsöfnuði viðbótariðgjaldi til kaupa á fyrstu fasteign, heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á höfuðstól láns, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, yfir tíu ára samfellt tímabil og að lokum heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess. Úrræðin standa öllum til boða sem greiða eða munu greiða í séreignarsparnað og hafa ekki áður átt fasteign.

Talið er að úrræðið komi til með að nýtast 14 þúsund manns til að byrja með og árlega muni tvö þúsund einstaklingar bætast við.

Glærukynningu ríkisstjórnarinnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×