Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 14:25 Bjarni og Sigurður Ingi á kynningunni fyrr í dag. vísir/gva „Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF). Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF).
Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48